Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Gefur Tonali tíu í einkunn - Gakpo og Kelleher bestir hjá Liverpool
Sandro Tonali
Sandro Tonali
Mynd: Getty Images
Caoimhin Kelleher var einn af bestu mönnum Liverpool
Caoimhin Kelleher var einn af bestu mönnum Liverpool
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali fær 10 í einkunn hjá Chronicle Live fyrir frammistöðuna í 3-1 sigri Newcastle United á Brentford í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Blaðamaðurinn Lee Ryder var heldur gjafmildur í garð Newcastle í kvöld, en fáir voru með einkunn undir 8.

Tonali, sem skoraði tvö falleg mörk og átti þátt í þriðja, var maður leiksins hjá Ryder með 10 í einkunn. Anthony Gordon og Lewis Hall komu næstir á eftir honum með 9.

Gabriel Jesus var besti maður Arsenal í 3-2 sigrinum á Crystal Palace en Jesus skoraði öll þrjú mörk Arsenal-manna. Hann fær 9 frá Sky Sports.

Arsenal: Raya (6); Partey (5), Timber (6), Kiwior (5), Tierney (6); Jorginho (6), Merino (7), Nwaneri (6); Sterling (6), Jesus (9), Trossard (7)
Varamenn: Odegaard (8), Saliba (7), Saka (7), Lewis-Skelly (6).

Crystal Palace: Henderson (5); Chalobah (6), Lacroix (6), Guehi (5); Kporha (5), Lerma (6), Hughes (7), Mitchell (6); Sarr (6), Mateta (7), Eze (6)
Varamenn: Clyne (6), Nketiah (7), Kamada (6).



Einkunnir Newcastle gegn Brentford: Dubravka (8), Livramento (8), Schär (8), Burn (8), Hall (9), Guimaraes (8). Joelinton (7), Tonali (10), Gordon (9), Murphy (7), Isak (7).
Varamenn: Willock (7), Barnes (6).

Caoimhin Kelleher og Cody Gakpo voru bestir hjá Liverpool með 8 í einkunn er liðið vann Southampton, 2-1.Liverpool Echo heldur utan um einkunnagjöf þeirra rauðu.

Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa átti þá góða innkomu af bekknum en hann fær 7 í einkunn.

Einkunnir Liverpool gegn Southampton: Kelleher (8), Alexander-Arnold (7), Quansah (7), Endo (7), Gomez (7), Morton (6), Nyoni (6), Elliott (7), Mac Allister (6), Gakpo (8), Nunez (7).
Varamenn: Chiesa (7), Tsimikas (6), Jota (6), McConnell (6).
Athugasemdir
banner
banner