Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 14:24
Elvar Geir Magnússon
Sögusagnir um að Xavi gæti tekið við AC Milan
Mynd: EPA
Katalónska blaðið El Nacional segir að Xavi, fyrrum stjóri Barcelona, sé í viðræðum við AC Milan og gæti tekið við liðinu af Paulo Fonseca.

Ítalskir fjölmiðlar segja þessar fréttir hinsvegar óstaðfestar og því aðeins hægt að tala um þær sem sögusagnir á þessu stigi.

Xavi hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Bacelona síðasta sumar.

Stjórnarmenn AC Milan vilja allavega klárlega sjá bætingu í úrslitum liðsins en það situr í áttunda sæti. Fonseca var ráðinn síðasta sumar en hann tók þá við af Stefano Pioli.
Athugasemdir
banner
banner
banner