Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var í frystinum en skrifar núna undir nýjan samning
Josh Acheampong.
Josh Acheampong.
Mynd: Chelsea
Bakvörðurinn ungi Josh Acheampong er að skrifa undir nýjan samning við Chelsea eftir að hafa verið settur í frystikistuna af félaginu.

Leikmaðurinn hefur ekki fengið að vera nálægt aðalliðinu að undanförnu þar sem hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning.

„Þetta er alger synd. Hann gæti orðið svakalega mikilvægur fyrir Chelsea í framtíðinni, en fyrst þurfum við að finna lausn varðandi samninginn. Þetta er alger synd því ég tel að Josh geti orðið topp leikmaður," sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, fyrir stuttu.

Acheampong, sem er 18 ára, hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid en hann er að skrifa undir samning við Chelsea til 2029.

Acheampong æfir núna með aðalliði Chelsea á hverjum degi og verður inn í myndinni hjá Maresca.
Athugasemdir
banner
banner