Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 23:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Guðlaugur Victor með góðan leik gegn botnliðinu
Mynd: Norrköping
Luton 1 - 1 Plymouth
1-0 Jacob Brown ('55 )
1-1 Maksym Talovierov ('70 )

Guðlaugur Victor Pálsson hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Plymouth í undanförnum leikjum. Það var engin breyting þar á þegar liðið heimsótti Luton í botnbaráttuslag.

Jacob Brown kom Luton yfir þegar hann skallaði boltann í netið. Stundafjórðungi síðar jafnaði Maksym Talovierov, félagi Guðlaugs í vörninni, metin einnig með skalla.

Það var mikið álag á vörn Plymouth og því nóg að gera hjá Guðlaugi Victori sem fékk góða einkunn fyrir frammistöðu sína ásamt félögum sínum í þriggja manna línu.

Plymouth er í næst neðsta sæti með 29 stig, stigi á undan Luton sem er á botninum. Plymouth er stigi frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 33 21 9 3 68 20 +48 72
2 Sheffield Utd 33 22 6 5 47 23 +24 70
3 Burnley 33 17 14 2 39 9 +30 65
4 Sunderland 33 17 11 5 50 30 +20 62
5 Blackburn 33 15 6 12 39 31 +8 51
6 West Brom 33 11 15 7 42 31 +11 48
7 Coventry 33 13 8 12 44 41 +3 47
8 Bristol City 33 11 13 9 41 37 +4 46
9 Sheff Wed 33 12 9 12 46 50 -4 45
10 Watford 33 13 6 14 43 48 -5 45
11 Middlesbrough 32 12 8 12 50 43 +7 44
12 Norwich 33 11 11 11 51 45 +6 44
13 QPR 33 11 11 11 39 41 -2 44
14 Millwall 33 10 12 11 33 34 -1 42
15 Preston NE 33 9 15 9 35 39 -4 42
16 Oxford United 33 9 11 13 34 47 -13 38
17 Swansea 33 10 7 16 34 46 -12 37
18 Portsmouth 33 9 9 15 41 55 -14 36
19 Stoke City 32 8 11 13 31 40 -9 35
20 Cardiff City 32 7 11 14 35 54 -19 32
21 Hull City 32 7 9 16 32 43 -11 30
22 Derby County 33 7 8 18 33 46 -13 29
23 Plymouth 33 6 11 16 35 67 -32 29
24 Luton 33 7 7 19 31 53 -22 28
Athugasemdir
banner