Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 19. júlí 2019 12:06
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Sunderland í Magna (Staðfest)
Magni var að sækja enskan framherja
Magni var að sækja enskan framherja
Mynd: Magni
Magni Grenivík fékk í dag enska framherjann Jordan Williams Blinco frá sænska félaginu Ytterhogdal.

Jordan er 22 ára sóknarmaður frá Englandi sem getur bæði spilað sem fremsti maður og út á vinstri vængnum.

Hann var á mála hjá Sunderland en hann lék þar með unglinga- og varaliði félagsins áður en hann var lánaður til Bergsöy í Noregi árið 2016.

Hann yfirgaf Sunderland árið 2017 og samdi þá við Brandon United áður en hann fór til Ytterhogdal í Svíþjóð en liðið leikur í D-deildinni.

Jordan er nú búinn að semja við Magna á Grenivík en liðið er í botnbaráttu í Inkasso-deildinni og er með 10 stig í neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner