Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 19. ágúst 2020 23:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir 
Sjáðu sjö mörk Blika: Mark Áslaugar af dýrari gerðinni
Áslaug skoraði fallegt mark.
Áslaug skoraði fallegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik skoraði sjö mörk þegar Þór/KA kom í heimsókn á Kópavogsvöll í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Pepsi Max-kvenna: Blikar skoruðu sjö annan leikinn í röð

Þetta var annar leikurinn í röð sem Blikar vinna 7-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark í sumar. Það þarf í rauninni ansi mikið að gerast til þess að þær verði ekki Íslandsmeistarar.

Kristín Dís Árnadóttir kom Blikum yfir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir bætti við tveimur mörkum fyrir hlé. Agla María Albertsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu svo allar í síðari hálfleiknum og lokatölur 7-0.

Vísir.is hefur birt myndband af mörkunum og má sjá þau hér að neðan. Annað markið var einstaklega fallegt. Blikar spiluðu sig upp völlinn og að lokum barst boltinn til Áslaugar Mundu sem fór illa með varnarmenn Akureyrarliðsins áður en hún skoraði.

Hægt er að lesa nánar um leikinn með því að smella hérna.




Athugasemdir
banner
banner
banner