Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Verður Wirtz arftaki De Bruyne?
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City ætla að gera allt til að fá þýska landsliðsmanninn Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen á næsta ári en þetta kemur fram á Sky í Þýskalandi.

Allar líkur eru á því að belgíski leikstjórnandinn Kevin de Bruyne fari frá Manchester City á næsta ári og haldi til Sádi-Arabíu, en það skilur eftir sig skarð sem erfitt er að fylla.

Man City telur Wirtz rétta manninn til að koma inn en áhuginn á honum er mikill og er ljóst að enska félagið muni berjast við bæði Bayern München og Real Madrid um undirskrift hans.

Bayern hefur tekið flest skref þegar það kemur að því að sannfæra Wirtz, en talið er að leikmaðurinn vilji halda áfram að spila í Þýskalandi og bæta sig frekar áður en hann tekur skrefið út fyrir landsteinanna.

Wirtz hefur einnig verið orðaður við Arsenal, Liverpool, Manchester United og Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner