Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Guirassy hetjan gegn nýliðunum
Serhou Guirassy gerði sigurmark Dortmund
Serhou Guirassy gerði sigurmark Dortmund
Mynd: Dortmund
Borussia D. 2 - 1 St. Pauli
1-0 Ramy Bensebaini ('43 )
1-1 Eric Smith ('78 )
2-1 Serhou Guirassy ('83 )

Borussia Dortmund lagði nýliða St. Pauli að velli, 2-1, í 7. umferð þýsku deildarinnar í kvöld.

Ramy Bensebaini var allt í öllu hjá Dortmund í fyrri hálfleiknum. Hann kom í veg fyrir mark með laglegri tæklingu á 15. mínútu og kom síðan heimamönnum í forystu þegar lítið var eftir af hálfleiknum með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Pascal Gross.

Sænski leikmaðurinn Eric Smith skoraði eitt flottasta mark deildarinnar á tímabilinu er hann þrumaði honum fyrir utan teig, efst upp í vinstra hornið og jafnaði leikinn fyrir gestina.

Fimm mínútum síðar kom sigurmark Dortmund. Jamie Gittens, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, tók sprett vinstra megin í teiginn, lyfti boltanum á fjær á Serhou Guirassy sem stangaði honum í netið.

Naumur sigur hjá Dortmund sem er komið upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig en St. Pauli í 16. sæti með 4 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 4 2 0 20 7 +13 14
2 RB Leipzig 6 4 2 0 9 2 +7 14
3 Eintracht Frankfurt 6 4 1 1 14 9 +5 13
4 Dortmund 7 4 1 2 14 12 +2 13
5 Freiburg 6 4 0 2 9 7 +2 12
6 Leverkusen 6 3 2 1 16 12 +4 11
7 Union Berlin 6 3 2 1 6 4 +2 11
8 Stuttgart 6 2 3 1 15 11 +4 9
9 Heidenheim 6 3 0 3 10 8 +2 9
10 Mainz 6 2 2 2 11 10 +1 8
11 Werder 6 2 2 2 8 12 -4 8
12 Wolfsburg 6 2 1 3 13 12 +1 7
13 Augsburg 6 2 1 3 9 15 -6 7
14 Gladbach 6 2 0 4 7 10 -3 6
15 Hoffenheim 6 1 1 4 10 16 -6 4
16 St. Pauli 7 1 1 5 5 11 -6 4
17 Holstein Kiel 6 0 2 4 9 19 -10 2
18 Bochum 6 0 1 5 6 14 -8 1
Athugasemdir
banner
banner
banner