Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Segir Real Madrid sjá eftir því að hafa fengið Mbappe - „Aldrei séð svona áður“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Romain Molina, einn af áreiðanlegustu blaðamönnum Frakkland, segir Real Madrid sjá eftir því að hafa fengið Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain í sumar.

Molina er hvað þekktastur fyrir rannsóknarblaðamennsku sína en hann hefur skrifað um kynferðisbrot hjá háttsettum stjórnarmönnum hjá fótboltasamböndum víðs vegar um heiminn, sem og brot franskra landsliðsmanna.

Hann hefur tjáð sig mikið um mál Kylian Mbappe síðustu daga, bæði fyrstu mánuði hans hjá Real Madrid og nauðgunarmálið sem kom upp eftir ferð Mbappe til Svíþjóðar í landsleikjaverkefninu.

Molina segir Real Madrid álíta félagaskipti Mbappe sem mistök, en aðeins einn maður vildi fá hann inn.

„Félagið sér eftir því að hafa fengið hann. Ég get fullvissað þig um það,“ sagði Molina við ColinInterview.

„Þetta hefur ekki gengið eins og í sögu. Perez var sá eini sem vildi fá hann. Hann hefur alltaf verið hrifinn af stórum leikmönnum. Samband þeirra er mjög náið. Félagið er í losti yfir framlagi hans, því félagið var að búast við meiru. Það gengur heldur ekki vel í búningsklefanum en það er ekki endilega við Mbappe að sakast þar.“

Mbappe kom á frjálsri sölu frá PSG og hefur gert sjö mörk í ellefu leikjum, en sú tölfræði segir ekki alla söguna. Hann hefur verið arfaslakur í mörgum leikjum sem hann hefur spilað og skorað þrjú af fimm deildarmörkum sínum úr vítaspyrnu.

„Ég held að Real Madrid hafi gert stór mistök. Hann fékk ekkert undirbúningstímabil og spilaði strax, ólíkt Bellingham.“

„Það er ekki hægt að útskýra það fyrir mér þegar við tölum um líkamlegt ástand Mbappe, sem er 25 ára gamall. Þetta líkamlega fall hjá honum og á þessum aldri er eitthvað sem ég hef ekki séð áður,“
sagði Molina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner