Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Hertha Berlín aftur á sigurbraut - Lærisveinar Milosar áfram í bikarnum
Jón Dagur byrjaði í sigri Herthu
Jón Dagur byrjaði í sigri Herthu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í Herthu Berlín eru komnir aftur á sigurbraut í þýsku B-deildinni en liðið vann öflugan 3-1 sigur á Braunschweig í kvöld.

Landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði Herthu en var skipt af velli í hálfleik en þá var staðan 1-0 fyrir gestina.

Hertha skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik, þar af tvö úr vítum, en liðið er nú komið upp í 6. sæti deildarinnar með 14 stig, en liðið hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum á undan.

Lærisveinar Milosar Milojevic í Al-Wasl hófu bikarvörnina með krafti en liðið vann 3-1 sigur á Al Wahda.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Al Gharafa sem vann 3-1 sigur á Umm-Salal í stjörnudeildinni í Katar. Al Gharafa er í 5. sæti deildarinnar með 11 stig.

Athugasemdir
banner