Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir samningaviðræður við Sane
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayern München er í viðræðum við Leroy Sane um nýjan samning en þetta staðfesti Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, í dag.

Þessi 28 ára gamli vængmaður rennur út á samningi næsta sumar en hann hefur undanfarið verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

Arsenal og Manchester United hafa bæði verið að fylgjast með stöðu Sane, sem virðist þó vera að færast nær því að framlengja við Bayern.

„Það mikilvægasta núna er að Leroy fari að líða vel og geti sýnt hvað hann er fær um að gera á vellinum. Við höfum átt opnar samræður við umboðsmann hans og þegar niðurstaða liggur fyrir munum við tilkynna það,“ sagði Eberl.

Sane hefur aðeins spilað 78 mínútur á þessu tímabili en hann er að koma til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir í sumar og er því Vincent Kompany, nýr þjálfari liðsins, að koma Sane hægt og rólega inn í hlutina.
Athugasemdir
banner