Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Fróði upp í annað sætið - Markalaust hjá Íslendingunum í AB
Lið Helga Fróða er að gera góða hluti í hollensku B-deildinni
Lið Helga Fróða er að gera góða hluti í hollensku B-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumaðurinn Helgi Fróði Ingason og liðsfélagar hans í hollenska félaginu Helmond Sport eru í öðru sæti í B-deildarinnar eftir að liðið náði að knýja fram 3-2 sigur á unglinga- og varaliði AZ í kvöld.

Helgi Fróði kom til Helmond í sumar en hann hefur byrjað tvo leiki og fengið mínútur af bekknum.

Hann kom inn af bekknum undir lok leiks gegn AZ í kvöld og hjálpaði sínu liði að landa sigrinum.

Helmond er með 21 sig í öðru sæti eftir tíu leiki.

Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn Kolding sem lagði Hilleröd að velli, 3-1, í dönsku B-deildinni. Kolding er í 7. sæti með 17 stig.

Rúnar Alex Rúnarsson var áfram á bekknum hjá FCK sem vann Vejle, 3-1. Markvörðurinn hefur ekki enn spilað deildarleik með danska liðinu. FCK er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni með 24 stig.

Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson voru báðir í byrjunarliði AB sem gerði markalaust jafntefli við Hellerup í dönsku C-deildinni. AB spilaði manni færri síðustu tíu mínútur leiksins eftir að Darren Sidoel fékk að líta rauða spjaldið.

AB er í 9. sæti deildarinnar með 14 stig en Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner