Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Forest í fimm leikja bann
Evangelos Marinakis fær ekki að mæta á völlinn fyrr en í lok nóvember
Evangelos Marinakis fær ekki að mæta á völlinn fyrr en í lok nóvember
Mynd: Getty Images
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest á Englandi, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir hegðun sína eftir leik liðsins gegn Fulham í lok september.

Hinn umdeildi Marinakis lét öllum illum látum í göngunum á City Ground eftir leik.

Hann var ósáttur við að dómarateymið hafi ekki gefið liðinu tvær vítaspyrnur á meðan Fulham fékk eina vítaspyrnu sem Raul Jimenez skoraði úr.

Enska fótboltasambandið hefur því dæmt Marinakis í fimm leikja bann fyrir „óviðeigandi hegðun“.

Marinakis neitaði sök í málinu en reglugerðarnefnd deildarinnar fann hann sekan um að hafa brotið reglur með óviðeigandi hegðun sinni og hann því kominn í bann.

Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í 2-2 jafnteflinu gegn Brighton fyrir landsleikjatörnina.
Athugasemdir
banner