Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo gerði sigurmarkið í hádramatískum leik
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Al Nassr sem vann dramatískan 2-1 sigur á Al Shabab í úrvalsdeildinni í Sádi-Arabíu í kvöld.

Spænski miðvörðurinn Aymeric Laporte kom Al Nassr á bragðið á 69. mínútu leiksins áður en mark var tekið af Sadio Mané vegna rangstöðu.

Sjálfsmark Ali Al Hassan jafnaði leikin en þá var lítið eftir af venjulegum leiktíma.

Í uppbótartíma fengu gestirnir í Al Nassr vítaspyrnu sem Ronaldo skoraði úr. Ronaldo er nú kominn með 907 mörk á ferlinum og nálgast óðum markmið sitt, sem eru þúsund mörk.

Mohamed Simakan, liðsfélagi Ronaldo, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald er hann braut af sér í teignum. Heimamenn fengu vítaspyrnu sem Aberrazak Hamdallah tók, en hann setti spyrnuna í stöngina og lokatölur því 2-1.

Al Nassr er í öðru sæti með 17 stig, fjórum stigum á eftir ríkjandi meisturum Al Hilal.

Ivan Toney og Merih Demiral skoruðu báðir í 3-0 sigir Al Ahli á Al Khaleej. Al Ahli er í 5. sæti með 10 stig.


Athugasemdir
banner
banner