Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 19. nóvember 2015 21:40
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið: KR með góðan sigur á Víkingi
KR-ingar fagna marki Hólmberts í kvöld.
KR-ingar fagna marki Hólmberts í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur 1 - 4 KR
1-0 Viktor Jónsson ('16)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('40)
1-2 Hólmbert Aron Friðjónsson ('56)
1-3 Viðar Þór Sigurðsson ('61)
1-4 Gunnar Þór Gunnarsson ('84)

Öðrum leik Bose mótsins var að ljúka en þá vann KR sigur á Víkingi í Egilshöll.

Víkingar komust yfir í leiknum þegar Viktor Jónsson skoraði með skalla eftir stundarfjórðung. Viktor var á láni hjá Þrótti síðasta sumar en er kominn aftur og byrjaði í framlínunni.

Seint í fyrri hálfleiknum jafnaði Pálmi Rafn Pálmason með góðu skoti í teignum.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom KR svo yfir með skalla í byrjun síðari hálfleiksins.

Viðar Þór Sigurðsson sem lék á láni með Fjarðabyggð í fyrra skoraði svo þriðja mark KR fimm mínútum síðar og áður en yfir lauk hafði Gunnar Þór Gunnarsson bætt við fjórða markinu.

Indriði Sigurðsson og Michael Præst sem gengu til liðs við KR í vetur voru ekki með liðinu í kvöld en Róbert Örn Óskarsson var í markinu hjá Víkingi fyrsta klukkutímann.
Athugasemdir
banner
banner