Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjóðadeildin: Færeyingar misstu af umspilssæti
Bojan Miovski (númer 20) er leikmaður GIrona og skoraði hann sigurmark Makedóna gegn Færeyingum.
Bojan Miovski (númer 20) er leikmaður GIrona og skoraði hann sigurmark Makedóna gegn Færeyingum.
Mynd: EPA
Tveimur leikjum í Þjóðadeildinni er lokið í dag en tveir leikir í 4. riðli C-deildarinnar hófust klukkan 14:00. Norður-Makedónar unnu 1-0 heimasigur gegn Færeyingum og Armenar unnu 1-2 útisigur gegn Lettum.

Þau úrslit þýða að Armenar fara í umspil um sæti í B-deildinni. N-Makedónar voru fyrir umferðina búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins og farmiða í B-deildina. N-Makedónía endaði með sextán stig, Armenía sjö, Færeyingar sex og Lettar fjögur.

Armenar fara í umspil við lið úr B-deildinni um sæti í B-deildinni og Færeyingar verða áfram í C-deildinni. Lettar fara að öllum líkindum í umspil við lið úr D-deildinni um að halda sér í C-deildinni.

Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, lék allan leikinn með Færeyingum í dag. Þeir Hallur Hansson (fyrrum leikmaður KR) og Brandur Hendriksson Olsen (fyrrum leikmaður FH) voru einnig í byrjunarliðinu. Rene Joensen (fyrrum leikmaður Grindavíkur) kom inn á sem varamaður í leiknum.

Lettland 1 - 2 Armenía
0-1 Eduard Spertsyan ('48 )
1-1 Roberts Uldrikis ('70 )
1-2 Artur Miranyan ('74 )

Norður-Makedónía 1 - 0 Færeyjar
1-0 Bojan Miovski ('62 )
Athugasemdir
banner