Tveimur leikjum í Þjóðadeildinni er lokið í dag en tveir leikir í 4. riðli C-deildarinnar hófust klukkan 14:00. Norður-Makedónar unnu 1-0 heimasigur gegn Færeyingum og Armenar unnu 1-2 útisigur gegn Lettum.
Þau úrslit þýða að Armenar fara í umspil um sæti í B-deildinni. N-Makedónar voru fyrir umferðina búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins og farmiða í B-deildina. N-Makedónía endaði með sextán stig, Armenía sjö, Færeyingar sex og Lettar fjögur.
Armenar fara í umspil við lið úr B-deildinni um sæti í B-deildinni og Færeyingar verða áfram í C-deildinni. Lettar fara að öllum líkindum í umspil við lið úr D-deildinni um að halda sér í C-deildinni.
Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, lék allan leikinn með Færeyingum í dag. Þeir Hallur Hansson (fyrrum leikmaður KR) og Brandur Hendriksson Olsen (fyrrum leikmaður FH) voru einnig í byrjunarliðinu. Rene Joensen (fyrrum leikmaður Grindavíkur) kom inn á sem varamaður í leiknum.
Þau úrslit þýða að Armenar fara í umspil um sæti í B-deildinni. N-Makedónar voru fyrir umferðina búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins og farmiða í B-deildina. N-Makedónía endaði með sextán stig, Armenía sjö, Færeyingar sex og Lettar fjögur.
Armenar fara í umspil við lið úr B-deildinni um sæti í B-deildinni og Færeyingar verða áfram í C-deildinni. Lettar fara að öllum líkindum í umspil við lið úr D-deildinni um að halda sér í C-deildinni.
Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, lék allan leikinn með Færeyingum í dag. Þeir Hallur Hansson (fyrrum leikmaður KR) og Brandur Hendriksson Olsen (fyrrum leikmaður FH) voru einnig í byrjunarliðinu. Rene Joensen (fyrrum leikmaður Grindavíkur) kom inn á sem varamaður í leiknum.
Lettland 1 - 2 Armenía
0-1 Eduard Spertsyan ('48 )
1-1 Roberts Uldrikis ('70 )
1-2 Artur Miranyan ('74 )
Norður-Makedónía 1 - 0 Færeyjar
1-0 Bojan Miovski ('62 )
Athugasemdir