Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Guirassy með sigurmarkið í uppbótartíma
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í undankeppni fyrir Afríkukeppnina í dag þar sem Gínea vann dýrmætan sigur gegn Austur-Kongó.

Gínea var sterkari aðilinn en átti í erfiðleikum með að skapa sér færi, allt þar til í uppbótartíma þegar Serhou Guirassy gerði eina mark leiksins.

Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Gíneu sem heldur liðinu í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í lokakeppninni.

Gínea er búin að sigra þrjá leiki í röð eftir tvo tapleiki í fyrstu umferðunum og hefur Guirassy átt langstærstan þátt í viðsnúningnum, enda er hann kominn með 6 mörk í þessum þremur sigurleikjum.

Þessi sigur kemur Gíneu upp í 9 stig fyrir lokaumferðina, þar sem þjóðinni nægir jafntefli á útivelli gegn Tansaníu til að tryggja sér sæti í Afríkukeppninni.

Austur-Kongó var með fullt hús stiga fram að þessu og er þetta fyrsta markið sem liðið fær á sig í undankeppninni. Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Chancel Mbemba og Arthur Masuaku voru í byrjunarliði Kongó.

Tansanía lagði þá Eþíópíu á útivelli með tveimur mörkum gegn engu og þarf sigur gegn Gíneu í lokaumferðinni til að komast á lokamótið.

Gínea 1 - 0 Austur-Kongó
1-0 Serhou Guirassy ('92)

Eþíópía 0 - 2 Tansanía
0-1 Simon Msuva ('15)
0-2 Feisal Salum ('31)
Athugasemdir
banner