Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Markvörður Bayern með illkynja æxli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Maria Luisa Grohs, betur þekkt sem Mala Grohs, mun ekki verja mark FC Bayern á næstunni eftir að hún greindist með illkynja æxli.

Grohs er 23 ára gömul og hefur verið aðalmarkvörður FC Bayern síðustu tvö ár. Þar leikur hún fyrir aftan Glódísi Perlu Viggósdóttur sem er ein af bestu miðvörðum heims.

Bayern greindi frá þessum fregnum í morgun og tilkynnti um leið að félagið veitti Grohs eins árs framlengingu á samningi hennar við félagið. Hún er því samningsbundin Bayern til 30. júní 2026 og mun félagið vera henni til taks í framhaldinu.

„Ég er í bestu mögulegum höndum hjá læknunum hérna í München og ég er þakklát fyrir stuðninginn sem félagið er að sýna mér," sagði Grohs meðal annars.

Herbert Hainer, forseti Bayner, og Max Eberl, yfirmaður fótboltamála, eru meðal þeirra sem tjáðu sig um æxlið.

„Á svona stundum er íþróttin ekki lengur forgangsmál. Öll Bayern fjölskyldan stendur með Mala Grohs í þessari baráttu. Hún er frábær manneskja með sterkan persónuleika og við munum veita henni alla hjálp sem hún mun þurfa á komandi tímum. Það eina sem skiptir máli er að hún nái fullum bata. Það skiptir meira máli en hvaða sigur sem er innan vallar."

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er samningsbundin Bayern en leikur á láni hjá Inter í ítalska boltanum og hefur verið að standa sig frábærlega þar.

Lánssamningurinn gildir út tímabilið en það er mögulegt að Bayern reyni að endurkalla Cecilíu til baka.
Athugasemdir
banner
banner