Portúgalinn António Nobre verður með flautuna í hinum gríðarlega mikilvæga leik Wales og Íslands í Þjóðadeildinni á þriðjudag.
Með sigri mun Ísland taka annað sætið í riðlinum en Wales á enn möguleika á því að enda í efsta sæti.
Nobre er 35 ára en síðasta Evrópuverkefni sem hann fór í var leikur Panathinaikos og Chelsea í Sambandsdeildinni. Í ágúst dæmdi hann Evrópuleik Puskas og Fiorentina og fékk mikla gagnrýni en þar rigndi spjöldunum.
Alls gaf hann þrjú rauð spjöld í leiknum en í síðustu sex Evrópuleikjum félagsliða sem hann hefur dæmt hefur hann samtals gefið sex rauð spjöld. Hann er sparsamari á rauðu spjöldin þegar hann dæmir landsleiki og hefur ekki enn gefið rautt spjald í A-landsleik sem hann dæmir.
Með sigri mun Ísland taka annað sætið í riðlinum en Wales á enn möguleika á því að enda í efsta sæti.
Nobre er 35 ára en síðasta Evrópuverkefni sem hann fór í var leikur Panathinaikos og Chelsea í Sambandsdeildinni. Í ágúst dæmdi hann Evrópuleik Puskas og Fiorentina og fékk mikla gagnrýni en þar rigndi spjöldunum.
Alls gaf hann þrjú rauð spjöld í leiknum en í síðustu sex Evrópuleikjum félagsliða sem hann hefur dæmt hefur hann samtals gefið sex rauð spjöld. Hann er sparsamari á rauðu spjöldin þegar hann dæmir landsleiki og hefur ekki enn gefið rautt spjald í A-landsleik sem hann dæmir.
Dómari: António Emanuel de Carvalho Nobre, POR
Aðstoðardómari 1: Pedro Ricardo Ferreira Ribeiro, POR
Aðstoðardómari 2: Nélson Filipe Vila Pereira, POR
Fjórðin dómari: Gustavo Fernandes Correia, POR
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 5 | 3 | 2 | 0 | 8 - 3 | +5 | 11 |
2. Wales | 5 | 2 | 3 | 0 | 5 - 3 | +2 | 9 |
3. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 7 |
4. Svartfjallaland | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir