Ísland leikur mjög mikilvægan Þjóðadeildarleik gegn Wales í Cardiff á þriðjudaginn. Með sigri mun Ísland taka annað sætið í riðlinum en Wales á enn möguleika á því að enda í efsta sæti.
Ef Ísland nær öðru sæti fer liðið í umspil um að komast upp í A-deild, ef Ísland endar í þriðja sæti þá fer liðið í umspil um að halda sæti sínu í B-deildinni.
Wales og Ísland hafa átta sinnum mæst í A-landsliðum karla, Wales hefur unnið fimm leiki, tvisvar hefur niðurstaðan verið jafntefli og einu sinni hefur Ísland unnið.
Eini sigur Íslands gegn Wales kom 1984, 1-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Magnús Helgi Bergs skoraði eina mark leiksins.
Ef Ísland nær öðru sæti fer liðið í umspil um að komast upp í A-deild, ef Ísland endar í þriðja sæti þá fer liðið í umspil um að halda sæti sínu í B-deildinni.
Wales og Ísland hafa átta sinnum mæst í A-landsliðum karla, Wales hefur unnið fimm leiki, tvisvar hefur niðurstaðan verið jafntefli og einu sinni hefur Ísland unnið.
Eini sigur Íslands gegn Wales kom 1984, 1-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Magnús Helgi Bergs skoraði eina mark leiksins.
Hann lék sér að mér
Liðin gerðu jafntefli 2-2 á Laugardalsvelli í síðasta glugga en leikurinn á komandi þriðjudag verður á Cardiff City leikvangnum. Þar mættust liðin í vináttulandsleik fyrir tíu árum síðan, í mars 2014.
Undirritaður var eini íslenski fjölmiðlamaðurinn á þeim leik en Gareth Bale hélt algjöra sýningu. Bale var arkitektinn að öllum mörkum Walesverja í 3-1 sigri, en það fyrsta gerði James Collins með skalla eftir aukaspyrnu Bale.
Jóhanni Berg Guðmundssyni tókst að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, en skot hans fór af varnarmanninum Ashley Williams og í netið. Sam Vokes kom Wales yfir á nýjan leik. Kom hann boltanum auðveldlega í netið eftir að Bale hafði náð skoti að marki sem bjargað var á línu.
Bale skoraði síðan sjálfur þriðja mark Wales eftir frábært einstaklingsframtak á hægri væng liðsins. Lék hann með boltann frá miðju vallar og þrumaði honum síðan í fjærhornið.
,,Maður sér af hverju þetta er einn af dýrustu leikmönnum í heiminum," sagði Ari Freyr Skúlason um Gareth Bale eftir leikinn en hann fékk það erfiða verkefni að reyna að halda Bale í skefjum.
„Það mætti segja að hann hafi leikið sér að mér. Við áttum fínan fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var þetta one man show. Hann sýndi hversu megnugur hann er. Þetta er klassa leikmaður og einn af þeim bestu sem ég hef mætt. Hann var ekkert að vinna varnarvinnuna, hann beið úti á kanti eftir að fá boltann. Því miður var þetta bara Bale á móti okkur."
Athugasemdir