Það var ansi tíðindalítill fyrri hálfleikur þegar England fékk Írland í heimsókn í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í kvöld.
Liam Scales, varnarmaður Íra, fékk að líta gula spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og það átti eftir að verða dýrkeypt því hann fékk sitt annað gula spjald snemma í seinni hálfleik fyrir brot á Jude Bellingham innan teigs.
Víti var dæmt og Harry Kane skoraði af miklu öryggi. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Gordon og Conor Gallagher skoruðu sitt markið hvor.
Jarrod Bowen kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða markið með sinni fyrstu snertingu. Taylor Harwood-Bellis negldi síðasta naglann í kistu Íra í sínum fyrsta landsleik.
Grikkland fer í umspil gegn liði í A deild um sæti í A deild eftir sigur á FInnum en FInnar eru fallnir og Írar fara í umspil um að halda sæti sínu í B deild.
Erling Haaland skoraði þrennu og Antonio Nusa skoraði eitt og lagði upp tvö þegar Noregur vann öruggan sigur á Kasakstan og tryggði sér sæti í A deild. Austurríki og Slóvenía skildu jöfn og fer Austurríki þá í umspil um sæti í A deild en Slóvenía fer í umspil um að halda sæti sínu í B deild og Kasakstan fellur í C deild.
England 5 - 0 Írland
1-0 Harry Kane ('53 , víti)
2-0 Anthony Gordon ('56 )
3-0 Conor Gallagher ('58 )
4-0 Jarrod Bowen ('76 )
5-0 Taylor Harwood-Bellis ('79 )
Rautt spjald: Liam Scales, Ireland ('51)
Finnland 0 - 2 Grikkland
0-1 Anastasios Bakasetas ('52 )
0-2 Christos Tzolis ('56 )
Austurríki 1 - 1 Slóvenía
1-0 Romano Schmid ('27 )
1-1 Adam Gnezda Cerin ('81 )
Noregur 5 - 0 Kazakhstan
1-0 Erling Haaland ('23 )
2-0 Erling Haaland ('37 )
3-0 Alexander Sorloth ('41 )
4-0 Erling Haaland ('71 )
5-0 Antonio Nusa ('76 )