Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   mán 18. nóvember 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin í dag - Mikið undir hjá Serbíu og Danmörku
Serbía og Danmörk mætast í úrslitaleik
Serbía og Danmörk mætast í úrslitaleik
Mynd: EPA

Fjórir leikir eru á dagskrá í A deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Portúgal og Króatía eigast við í 1. riðli en bæði lið eru svo gott sem komin áfram. Portúgal vinnur riðilinn og Króatía í 2. sæti.

Pólland og Skotland eigast við í sama riðli en liðin eru jöfn að stigum en Pólland dugir jafntefli til að komast í umspil til að halda sæti sínu í A-deild. Liðin eiga þá möguleika á að ná Króatíu.

Spánn er komið áfram í 4. riðli en Serbía og Danmörk mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni.

Í C-deild mætast Búlgaría og Belarús um sæti í umspili í B-deild. Með sigri getur Búlgaría komist beint áfram ef Norður Írland tapargegn Lúxemborg. Rúmenía er á toppi 2. riðils með 12 stig, Kósóvó í 2. með níu stig og Kýpur með sex stig en Litháen án stiga.

San Marínó getur tyrggt sér sæti í C-deild með sigri á Liechtenstein sem getur komist í umspil með sigri.


Þjóðadeildin A
19:45 Króatía - Portúgal
19:45 Pólland - Skotland
19:45 Serbía - Danmörk
19:45 Spánn - Sviss

Þjóðadeildin C
19:45 Rúmenía - Kýpur
19:45 Bulgaria - Belarús
19:45 Lúxemborg - Norður Írland
19:45 Kósóvó - Litáen

Þjóðadeildin D
19:45 Liechtenstein - San Marino


Athugasemdir
banner