Jordan Ayew var í byrjunarliði Gana sem heimsótti Angóla í undankeppni fyrir Afríkukeppnina í gær og gerði 1-1 jafntefli.
Gana datt þar með úr leik og mun ekki taka þátt í Afríkukeppninni á næsta ári eftir hörmulegt gengi í undanriðlinum.
Gana tók forystuna í fyrri hálfleik þegar Ayew skoraði stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu af rúmlega 35 metra færi.
Ayew ákvað að láta vaða og endaði boltinn undir markvinklinum þar sem markvörður Angóla náði ekki til hans.
Heimamenn í Angóla voru sterkari aðilinn og skoruðu verðskuldað jöfnunarmark. Þeir voru óheppnir að sigra ekki viðureignina en lokatölur urðu 1-1 og er Angóla búin að tryggja sér sæti í Afríkukeppninni.
Angola 0-1 Ghana - Jordan Ayew's 40 yard free kick
byu/zrkillerbush insoccer
Athugasemdir