Það eru spennandi leikir á dagskrá í Þjóðadeildinni í kvöld og má sjá byrjunarliðin hér fyrir neðan.
Stærsti leikur kvöldsins fer fram í Hollandi þar sem heimamenn fá Ungverja í heimsókn í slag um annað sæti riðilsins. Liðin eru jöfn með 5 stig og gerðu jafntefli í innbyrðisviðureign í Ungverjalandi.
Hollendingar mæta til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem hálft liðið leikur fyrir sterk lið í ensku úrvalsdeildinni. Wout Weghorst leiðir sóknarlínuna og eru Frenkie de Jong og Tijjani Reijnders á miðjunni ásamt Ryan Gravenberch.
Dominik Szoboszlai er á sínum stað í byrjunarliði Ungverja, sem eru einnig með Willi Orbán og Péter Gulácsi í liðinu.
Þýskaland er þá búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og hefur Julian Nagelsmann ákveðið að tefla fram sterku liði þrátt fyrir það.
Tim Kleindienst, framherji sem gerði flotta hluti með Heidenheim á síðustu árum en leikur í dag fyrir Borussia Mönchengladbach, fær tækifæri í fremstu víglínu með gríðarlega gæðamikla leikmenn fyrir aftan sig. Leroy Sané og Serge Gnabry byrja á bekknum.
Þjóðverjar taka á móti Bosníu, sem eru með Ermedin Demirovic og Ben Tahirovic í byrjunarliðinu en Edin Dzeko byrjar á bekknum.
Í B-deildinni spila Albanía og Tékkland áhugaverðan slag í gríðarlega jöfnum riðli, þar sem tvö stig skilja fjögur lið að, á meðan Svíþjóð mætir Slóvakíu í toppslag í C-deildinni.
Svíar tefla fram sterku byrjunarliði og geta tryggt sér sæti í B-deild með sigri í kvöld. Viktor Gyökeres, Alexander Isak og Dejan Kulusevski leiða ógnarsterka sóknarlínu undir stjórn Jon Dahl Tomasson.
Holland: Verbruggen, Dumfries, Van Dijk, Van Hecke, Timber, Gravenberch, De Jong, Reijnders, Gakpo, Malen, Weghorst
Ungverjaland: Gulacsi, Dardai, Balogh, Orban, Nagy, Schafer, Nikitscher, Nego, Szoboszlai, Sallai, Varga
Þýskaland: Baumann, Kimmich, Tah, Rudiger, Mittelstadt, Gross, Andrich, Wirtz, Havertz, Musiala, Kleindienst
Bosnía: Vasilj, Muharemovic, Bicakcic, Barisic, Omerovic, Burnic, Sunjic, Gigovic, Tahirovic, Kulenovic, Demirovic
Albanía: Strakosha, Balliu, Ismajli, Ajeti, Mitaj, Ramadani, Asllani, Laci, Asani, Bajrami, Tuci
Tékkland: Kovar, Coufal, Holes, Jemelka, Boril, Provod, Soucek, Cerv, Sulc, Cerny, Chory
Svíþjóð: Johansson, Lindelof, Hien, Gudmundsson, Ayari, Saletros, Sema, Eliasson, Kulusevski, Gyokeres, Isak
Slóvakía: Dubravka, Gyomber, Vavro, Skriniar, Hancko, Duda, Lobotka, Benes, Duris, Suslov, Strelec
Athugasemdir