Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   sun 17. nóvember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir: Mikilvæg reynsla að spila við þá bestu
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær, fyrir stórleik á útivelli gegn Englandi.

Írar lögðu Finnland að velli 1-0 í síðustu umferð og tókst þannig að bjarga sér frá falli úr B-deild Þjóðadeildarinnar. Þeir eru fastir í þriðja sæti riðilsins og eiga umspilsleik eftir áramót til að reyna að halda sæti sínu í deildinni.

Írar voru heppnir að fara með sigur úr býtum gegn Finnum, sem skutu tvisvar í tréverkið og klúðruðu vítaspyrnu. Caoimhin Kelleher átti frábæran leik á milli stanga heimamanna.

Leikurinn í dag er því einungis mikilvægur fyrir stoltið hjá Írum, en Englendingar þurfa sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og eiga þeir ekki góða reynslu af því að spila gegn Heimi.

„Við höfum ekkert að óttast eftir sigurinn á fimmtudaginn. Við getum reynt að spila eins og við gerðum í seinni hálfleikjunum gegn Grikklandi og Finnlandi," sagði Heimir á fundinum.

„Ég hef aldrei stýrt liði á Wembley en það er alltaf mikill heiður að spila á svona fótboltavöllum. Það er alltaf heiður að spila gegn andstæðingum í hæsta gæðaflokki.

„Að spila gegn liðum í þessum gæðaflokki er mjög mikilvægt fyrir þróun landsliðsins. Það fæst mikilvæg reynsla af því að spila gegn bestu fótboltamönnum heims."

Athugasemdir
banner
banner
banner