Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   sun 17. nóvember 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rayan Cherki má fara í janúar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
John Textor, eigandi Lyon og fleiri fótboltafélaga, viðurkenndi í gær að Rayan Cherki gæti yfirgefið félagið í janúar.

Lyon neitaði að selja Cherki fyrir 15 milljónir evra í sumar þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu. Núna á félagið í hættu á að vera dæmt niður um deild vegna fjárhagsvandræða og þarf því að selja leikmenn í tilraun til að forðast alvarlega refsingu.

„Við misstum af 15 milljónum evra fyrir Rayan í sumar, en verðgildið hans hefur hækkað síðan þá," sagði Textor.

„Ég vona að hann verði áfram í janúar, en þetta er hans ákvörðun. Hann fær að ráða sinni framtíð. Við munum ekki selja hann með neinum afslætti."

Rayan Cherki er 21 árs gamall sóknartengiliður sem á eitt og hálft ár eftir af samningi hjá Lyon.

Cherki er lykilmaður í U21 landsliði Frakka og var mikilvægur hlekkur á Ólympíuleikunum í sumar.

Hann hefur komið að fimm mörkum í ellefu leikjum það sem af er tímabils og er talið að Lyon vilji að minnsta kosti 30 milljónir fyrir leikmanninn.

Real Madrid og PSG eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Cherki.

   15.11.2024 20:30
Lyon dæmt niður um deild útaf fjárhagsvandræðum

Athugasemdir
banner
banner