Íslendingar gerðu góða ferð til Svartfjallalands og unnu 2-0 útisigur g egn heimamönnum. Íslenska liðið fer nú til Wales og leikur úrslitaleik um annað sætið í riðlinum.
Hákon Rafn Valdimarsson 8
Átti hrikalega góða markvörslu í fyrri hálfleik áður en Svartfjallaland kom boltanum í netið en dæmd var rangstaða.
Valgeir Lunddal Friðriksson 7
Mikill kraftur í Valgeiri. Flott frammistaða.
Aron Einar Gunnarsson 6
Spilaði aðeins nítján mínútur og fór meiddur af velli. Smá bras að stilla saman strengi fyrst eftir að hann fór útaf.
Sverrir Ingi Ingason 8,5 - Maður leiksins
Kóngur í vörninni að venju. Ég þreytist ekki á að minnast á mikilvægi hans fyrir þetta lið.
Logi Tómasson 8
Öruggur í öllu sem hann gerði. Fékk gult spjald og verður því miður í banni gegn Wales.
Jóhann Berg Guðmundsson 8
Áreiðanleg og heilsteypt frammistaða. Vinnsla og gæði.
Arnór Ingvi Traustason 8
Flott frammistaða hjá Arnóri. Er lykilhlekkur í þessu liði.
Stefán Teitur Þórðarson 6
Gekk smá brösuglega að finna sig og var teinn af velli á 69. mínútu.
Jón Dagur Þorsteinsson 6
Upp og niður, sendingarnar voru ekki að rata eins vel og oftast frá honum. Tekinn af velli á 69. mínútu.
Orri Steinn Óskarsson 8
Kom sér nokkrum sinnum í mjög hættulegar stöður og skoraði svo eins og refur í teignum.
Andri Lucas Guðjohnsen 7,5
Fékk ekki úr mjög miklu að moða en gerði býsna vel þegar hann komst í boltann. Lagði glæsilega upp á Ísak.
Varamenn:
Guðlaugur Victor Pálsson 7,5
Kom virkilega flottur inn þegar Aron meiddist.
Mikael Egill Ellertsson 7,5
Skilaði stoðsendingu af bekknum.
Ísak Bergmann Jóhannesson 7,5
Skilaði marki af bekknum. Frábært skot!
Athugasemdir