Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
banner
   lau 16. nóvember 2024 18:59
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Sverrir Ingi maður leiksins í öflugum útisigri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar gerðu góða ferð til Svartfjallalands og unnu 2-0 útisigur g egn heimamönnum. Íslenska liðið fer nú til Wales og leikur úrslitaleik um annað sætið í riðlinum.

Hákon Rafn Valdimarsson 8
Átti hrikalega góða markvörslu í fyrri hálfleik áður en Svartfjallaland kom boltanum í netið en dæmd var rangstaða.

Valgeir Lunddal Friðriksson 7
Mikill kraftur í Valgeiri. Flott frammistaða.

Aron Einar Gunnarsson 6
Spilaði aðeins nítján mínútur og fór meiddur af velli. Smá bras að stilla saman strengi fyrst eftir að hann fór útaf.

Sverrir Ingi Ingason 8,5 - Maður leiksins
Kóngur í vörninni að venju. Ég þreytist ekki á að minnast á mikilvægi hans fyrir þetta lið.

Logi Tómasson 8
Öruggur í öllu sem hann gerði. Fékk gult spjald og verður því miður í banni gegn Wales.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Áreiðanleg og heilsteypt frammistaða. Vinnsla og gæði.

Arnór Ingvi Traustason 8
Flott frammistaða hjá Arnóri. Er lykilhlekkur í þessu liði.

Stefán Teitur Þórðarson 6
Gekk smá brösuglega að finna sig og var teinn af velli á 69. mínútu.

Jón Dagur Þorsteinsson 6
Upp og niður, sendingarnar voru ekki að rata eins vel og oftast frá honum. Tekinn af velli á 69. mínútu.

Orri Steinn Óskarsson 8
Kom sér nokkrum sinnum í mjög hættulegar stöður og skoraði svo eins og refur í teignum.

Andri Lucas Guðjohnsen 7,5
Fékk ekki úr mjög miklu að moða en gerði býsna vel þegar hann komst í boltann. Lagði glæsilega upp á Ísak.

Varamenn:

Guðlaugur Victor Pálsson 7,5
Kom virkilega flottur inn þegar Aron meiddist.

Mikael Egill Ellertsson 7,5
Skilaði stoðsendingu af bekknum.

Ísak Bergmann Jóhannesson 7,5
Skilaði marki af bekknum. Frábært skot!
Athugasemdir
banner
banner
banner