Lionel Messi átti ekki góðan dag þegar heimsmeistarar Argentínu töpuðu á útivelli gegn Paragvæ í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2026.
Argentína tók forystuna snemma leiks en Paragvæ stóð uppi sem sigurvegari, 2-1, eftir bragðdaufa og tíðindalitla viðureign.
Messi er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar en stór hluti stuðningsmanna Paragvæ lét það ekki stöðva sig. Þeir reyndu að trufla Messi með því að kasta aðskotahlutum að honum og ákvað einn áhorfandi að kasta vatnsflösku með vatni í sem flaug rétt framhjá haus leikmannsins meðan hann athafnaði sig til að taka hornspyrnu.
Áhorfendur hreyttu fúkyrðum að Messi og kölluðu hann meðal annars 'helvítis dverg' í atrennunni, sem leiddi til þess að Messi horfði upp í stúkuna og hristi hausinn.
Staðan var 1-1 í leikhlé en Messi var ósáttur með dómgæsluna og lét Anderson Daronco, brasilískan dómara leiksins, heyra það áður en gengið var til búningsklefa.
„Þú ert heigull, mér líkar ekki við þig," er meðal þess sem Messi sagði við dómarann, en argentínska stórstjarnan slapp við spjald.
"You're a coward, I don't like you!" ????
— SBS Sport (@SBSSportau) November 16, 2024
???????? Lionel Messi's FULL outburst at half-time before Argentina went on to lose 2-1 Paraguay ????????#eliminatoriassudamericanas pic.twitter.com/hgCJzpsIi2
Athugasemdir