Matthijs de Ligt kom ekki við sögu í þægilegum sigri Hollands gegn Ungverjalandi í Þjóðadeildinni í gær en hann svaraði spurningum í viðtali.
Hann var spurður út í Erik ten Hag fyrrum þjálfara Manchester United sem var rekinn í lok nóvember.
„Ten Hag var ekki mjög heppinn. Við spiluðum vel í mörgum leikjum en nýttum ekki færin okkar og misstum af stigum. Það er synd að þetta hafi endað svona, hann er maðurinn sem fékk mig til United og ég ætlaði að ná árangri með honum," sagði De Ligt.
„Núna er hann farinn en Man Utd er ennþá eitt af stærstu félögum í heimsfótboltanum. Ég þarf bara að halda áfram á minni braut og standa mig með nýjum þjálfara. Ég er við góða heilsu.
„Ég fór ekki til Man Utd bara útaf Ten Hag."
Athugasemdir