Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam ónotaður varamaður enn eina ferðina
Mynd: Perugia
Perugia, liðið sem Adam Ægir Pálsson er á láni hjá frá Val, mætti í gær Pineto í ítölsku C-deildinni.

Pineto vann 3-1 sigur á heimavelli og var Adam ónotaður varamaður í leiknum.

Það er í fimmta sinn í síðustu sex leikjum þar sem Adam kemur ekki við sögu.

Hann spilaði síðast 3. nóvember, kom þá inn á og í kjölfarið skoraði Perugia tvö mörk í leik sem endaði 2-2 gegn Legnago Salus. Adam lagði upp bæði mörkin en hefur ekkert fengið að spila síðan sem er nokkuð sérstakt.

Adam, sem verður 27 ára í lok mánaðar, var lánaður frá Val í sumar og gildir lánssamningurinn út tímabilið. Adam er samningsbundinn Val til 2026 en Perugia er með forkaupsrétt.

Perugia er í 13. sæti B-riðils í þriðju efstu deild Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner