Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U21: Góður sigur á Pólverjum á Spáni
Icelandair
Mynd: Aðsend

Ísland U21 2 - 1 Pólland U21
1-0 Benoný Breki Andrésson ('15 )
2-0 Hilmir Rafn Mikaelsson ('71 )
2-1 Szymon Wlodarczyk ('74 , víti)
Lestu um leikinn


Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs og yngri vann góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Póllandi í æfingaleik á Spáni í dag.

Kynslóðaskipti eru í U21 hópnum en margir voru að spila sinn fyrsta leik í þessum aldursflokki og margir sem tóku þátt í undankeppni EM eru ekki gjaldgengir lengur.

Markakóngur Bestu deildarinnar í sumar, Benoný Breki Andrésson, kom Íslandi yfir eftir stundafjórðung þegar hann átt skalla beint á markvörð pólska liðsins en náði frákastinu og skoraði.

Hilmir Rafn Mikaelsson bætti öðru markinu við með frábæru skallamarki. Pólland fékk vítaspyrnu stuttu síðar og tókst að minnka muninn en nær komust þeir ekki og sigur íslenska liðsins staðreynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner