Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í klofið á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   lau 16. nóvember 2024 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Icelandair
Ísak setur boltann í net Svartfellinga í kvöld með hnitmiðuðu skoti
Ísak setur boltann í net Svartfellinga í kvöld með hnitmiðuðu skoti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson minnti Age Hareide þjálfara Íslands rækilega á sig eftir að hafa séð lítið af mínútum í undanförnum leikjum þegar hann kom inn í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi í kvöld. Ísak sem kom inn á 68. mínútu leiksins spilaði afbragðsmínútur og kom inn af krafti og var verðlaunaður með marki á lokaandartökum leiksins er hann kom Íslandi í 2-0. Fótbolti.net tók Ísak tali að leik loknum.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Geggjaður sigur í svolítið skrýtnum leik. Leikurinn var svolítið physical og mikið af stöðubaráttum en bara geggjað að ná að klára þetta og halda hreinu og eiga úrslitaleik gegn Wales í næsta leik.“

Nýtti reiðina yfir fáum mínútum til góðs
Ísak sen kom af bekknum líkt og fyrr segir kom af bekknum átti góða innkomu líkt og Mikael Egill Ellertsson sem kom inn á sama tíma.

„Við komum með kraft og orku inn af bekknum. Maður nýtti sér það að vera pínu reiður að hafa fengið að spila minna upp á síðkastið og nýtti það á góðan hátt með að koma inn af krafti og skora mjög flott mark. “

Þegar Ísak var spurður nánar út í hvort hann hefði verið pirraður á því að sitja á bekknum svaraði hann.

„Ég er búinn að vera að fá lítið af mínútum upp á síðkastið og finnst ég vera að standa mig vel úti í Þýskalandi, En svona er þetta bara í landsliðinu og maður er ungur ennþá. Það eru flottir leikmenn á miðjunni hjá okkur í Stefáni, Arnóri og Jóa þannig að maður skilur þetta svo sem. En þegar maður er að standa sig úti í Þýskalandi þá finnst manni maður eiga skilið fleiri mínútur. Þá þarf maður bara að sýna sig hér með landsliðinu og taka þær mínútur sem maður fær og gera það besta úr því.“

Ekkert betra en að skora með landsliðinu
Gleði Ísaks þegar hann skoraði var einlæg og naut hann augnabliksins í botn.

„Það er svolítið langt síðan ég skoraði síðast með landsliðinu eða um tvö ár, Það toppar ekkert að skora með landsliðinu sem er ótrúleg tilfinning og á allt öðrum stalli en í félagsliðabolta. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa tilfinningunni að skora fyrir landsliðið svo já þetta var mjög gaman.“

Sagði Ísak en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner