Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Cecilía hélt hreinu og Iris skoraði tvennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera í kvennaboltanum í dag víðsvegar um Evrópu og komu nokkrir Íslendingar við sögu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera góða hluti með Inter í ítalska boltanum og hélt hún hreinu á útivelli gegn Sampdoria í dag.

Inter vann leikinn þægilega og er í þriðja sæti í Serie A, með 21 stig eftir 10 umferðir.

Alexandra Jóhannsdóttir kom þá inn af bekknum í markalausu jafntefli Fiorentina gegn Napoli þar sem gestunum frá Flórens tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir yfirburði.

Fiorentina er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig.

Í efstu deild norska boltans var hin hálf-íslenska Iris Omarsdottir á sínum stað í byrjunarliði Stabæk og skoraði hún tvennu til að innsigla sigur á útivelli gegn Asane.

Iris er 21 árs gömul og hefur komið að 20 mörkum í 27 deildarleikjum á tímabilinu. Stabæk siglir lygnan sjó um miðja deild, með 37 stig eftir 27 umferðir.

Gdansk er þá komið í 16-liða úrslit pólska bikarsins eftir stórsigur á útivelli gegn Gornik Zabrze. Regielly Halldórsdóttir er á mála hjá Gdansk.
Athugasemdir
banner
banner
banner