Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Svartfjallalandi í gær. Orri skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 útisigri.
Í lok viðtalsins ræddi hann um leik sem fram fór um síðustu helgi þegar lið hans, Real Sociedad, gerði sér lítið fyrir og lagði topplið spænsku deildarinnar, Barcelona, að velli. Orri kom inn á sem varamaður, var hluti af fjórfraldri breytingu eftir um klukkutíma leik, og hjálpaði Sociedad að vinna 1-0 sigur.
Í lok viðtalsins ræddi hann um leik sem fram fór um síðustu helgi þegar lið hans, Real Sociedad, gerði sér lítið fyrir og lagði topplið spænsku deildarinnar, Barcelona, að velli. Orri kom inn á sem varamaður, var hluti af fjórfraldri breytingu eftir um klukkutíma leik, og hjálpaði Sociedad að vinna 1-0 sigur.
„Það var fínt, frábær leikur hjá liðinu, höfðum ekki sýnt svona spilamennsku í of langan tíma. Við vorum bara betri aðilinn lengst af í leiknum þó að þeir herji auðvitað stundum á mann með góðum leikmönnum. En við gerðum mjög vel."
„Það er einhvern veginn alltaf planið hjá okkur, keyrum okkur út, pressum allt og hlaupum eins og vitleysingar. Það er eitt af okkar einkennum okkar, leggjum hart að okkur og það passar við minn leiktíl; mikil hlaup og marga sprettmetra. Heilt yfir passa ég fínt inn í þetta, hentar mér mjög vel. "
„Innkoma mín var fín, hefði viljað halda aðeins betur í boltann. Barcelona spilar skemmtilega núna með háu línuna sína og eru að reyna taka menn á henni (veiða menn í gildrur). Ég náði aðeins að láta reyna á þá í því. Það er alltaf jafn skemmtilegt að keppa á móti svona heimsklassa leikmönnum."
„Það gefur ákveðið sjálfstraust að skora með landsliðinu," sagði Orri eftir leikinn í gær. Viðtalið má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir