Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hné niður á hliðarlínunni en ástandið er stöðugt
Adam Szalai lék 86 landsleiki með Ungverjum áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra.
Adam Szalai lék 86 landsleiki með Ungverjum áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra.
Mynd: EPA
Það átti sér stað óhugnanlegt atvik í leik Ungverjalands og Hollands í gær. Snemma í fyrri hálfleik þurfti að stöðva leik í tíu mínútur eftir að aðstoðarþjálfarinn Adam Szalai hné niður.

Szalai var umkringdur og passa upp á að passað upp á að hann væri ekki fyrir augum allra. Hann var borinn í sjúkrabíl og fluttur á sjúkrahús í Amsterdam. Ungverska knattspyrnusambandið sendi svo frá sér tilkynningu þar sem sagt var frá því að Szalai væri með meðvitund og ástand hans væri stöðugt.

Szalai lék 86 landsleiki fyrir Ungverja áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Framherjinn lék m.a. með Stuttgart, Mainz, Schalke, Hoffenheim, Hannover og Basel á sínum ferli.

Holland vann öruggan 4-0 sigur í leiknum. Wout Weghorst, Cody Gakpo, Denzel Dumfries og Teun Koopmeiners skoruðu mörk Hollendinga.
Athugasemdir
banner