Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wales enn taplaust undir Bellamy - „Réttlætinu fullnægt"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wales gerði markalaust jafntefli gegn Tyrkjum í Kayseri í gær. Wales og Tyrkiand eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni. Tyrkir eru á toppi riðilsins með ellefu stig eftir fimm leiki og Wales er með níu, Ísland sjö og Svartfjallaland er án stiga. Á sama tíma og Tyrkir mættu Wales vann Ísland 2-0 útisigur á Svartfellingum.

Á þriðjudag fer svo fram lokaumferð riðilsins og getur margt gerst. Wales getur komist upp fyrir Tyrki og Ísland getur komist upp fyrir Wales. Eina sem orðið er ljóst er að Svartfellingar enda í neðsta sæti riðilsins og falla niður í C-deild Þjóðadeildarinnar og að Tyrkir verða í annað hvort 1. eða 2. sæti riðilsins.

Craig Bellamy tók við sem þjálfari Wales fyrir Þjóðadeildina og er áfram taplaus sem þjálfari liðsins. Tyrkir fengu vítaspyrnu í gær en sóknarmaðurinn Karem Akturkoglu setti boltann í utanverða stöngina og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Bellamy var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn, fannst hann mjög ódýr.„Mér fannst Tyrkir ekki eiga skilið að vinna á þann hátt. Kannski út frá öðrum hlutum leiksins, já. En mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Mér fannst réttlætinu fullnægt (þegar vítaspyrnan fór forgörðum)."

Wales tekur á móti Íslandi á þriðjudag. Wales getur náð toppsæti riðilsins en einnig, með tapi gegn Íslandi, endað í 3. sæti. Efsta sætið fer beint upp í A-deild Þjóðadeildarinnar, 2. sætið fer í umspil um sæti í A-deildinni og 3. sætið fer í umspil um að halda sér í B-deild.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 5 3 2 0 8 - 3 +5 11
2.    Wales 5 2 3 0 5 - 3 +2 9
3.    Ísland 5 2 1 2 9 - 9 0 7
4.    Svartfjallaland 5 0 0 5 1 - 8 -7 0
Athugasemdir
banner