Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carsley: Verðum að nálgast þennan leik á réttan hátt
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag stýrir Lee Carsley enska A-landsliðinu í síðasta skipti áður en Thomas Tuchel tekur við stjórnartaumunum.

Englendingar taka á móti nágrönnum sínum frá Írlandi og þurfa sigur til að tryggja toppsæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar.

England hefur unnið fjóra leiki og tapað einum undir stjórn Carsley og stefnir beint aftur upp í A-deildina. Carsley tók við sem bráðabirgðaþjálfari eftir að Gareth Southgate sagði upp landsliðsþjálfarastarfinu eftir tap í úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar.

„Ég er einbeittur að því að ganga úr skugga um að strákarnir sigri þennan leik. Við þurfum að sýna Írum og þeirra styrkleikum virðingu, við verðum að nálgast þennan leik á réttan hátt," sagði Carsley á fréttamannafundi í gær.

England vann mikilvægan toppslag gegn Grikklandi fyrir helgi og kom fólki á óvart að Harry Kane landsliðsfyrirliði byrjaði á varamannabekknum. Ollie Watkins leiddi sóknarlínuna í hans stað og skoraði fyrsta markið í þriggja marka sigri.

Carsley hefur þegar sagt að Kane muni koma aftur inn í byrjunarliðið í dag.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég byrja á bekknum í landsleik. Síðan Lee hefur verið við stjórn þá hef ég bara spilað einn leik í hverju landsleikjahléi. Ég vil alltaf byrja alla leiki, það er ekki spurning, en ég mun alltaf virða ákvörðun þjálfarans og svara kallinu þegar það kemur. Ég mun alltaf leggja mig allan fram til að sigra," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner