Jude Bellingham þakkaði Lee Carsley fyrir að fá sig til að brosa aftur á fótboltavellinum eftir að Carsley stýrði sínum síðasta leik með enska landsliðinu í kvöld.
Carsley var bráðabirgðaþjálfari liðsins eftir að Gareth Southgate hætti eftir EM í sumar en Thomas Tuchel tekur við eftir áramót.
Bellingham var frábær með Real Madrid á síðustu leiktíð en eftir að England tapaði í úrslitum á EM hefur hann aðeins skorað eitt mark með spænska liðinu á þessu tímabili. Hann var frábær í kvöld og var með tvær stoðsendingar í 5-0 sigri.
„Risa þakkir til Lee og þjálfarateymisins fyrir vinnuna þeirra undanfarið. Ég fékk brosið aftur í ensku treyjunni, mjög þakklátur," skrifaði Bellingham á Instagram.
Athugasemdir