Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Holland í úrslit og Svíþjóð upp um deild
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum kvöldsins var að ljúka í Þjóðadeildinni, þar sem Hollendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni í A-deild.

Holland mætti Ungverjalandi í úrslitaleik um annað sæti riðilsins og unnu heimamenn þægilegan sigur.

Wout Weghorst byrjaði í fremstu víglínu og skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu, áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystuna seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn var rólegri en Denzel Dumfries skoraði á 64. mínútu til að innsigla sigurinn. Teun Koopmeiners bætti svo fjórða markinu við á lokamínútunum, eftir stoðsendingu frá Dumfries.

Þýskaland tók þá á móti Bosníu og vann sjö marka sigur. Staðan var 3-0 eftir fyrri hálfleik þar sem Jamal Musiala, Tim Kleindienst og Kai Havertz skoruðu eitt mark hver.

Florian Wirtz, sem lagði upp fyrir Havertz í fyrri hálfleik, bætti tveimur mörkum við snemma í síðari hálfleik.

Havertz átti svo eftir að gefa tvær stoðsendingar, þá seinni á Leroy Sané sem skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum, áður en Kleindienst gerði síðasta mark leiksins.

Í C-deildinni fór spennandi úrslitaleikur fram þegar Svíþjóð og Slóvakía börðust um toppsæti síns riðils sem veitir þátttökurétt í B-deildinni á næsta ári.

Svíar voru sterkari aðilinn á heimavelli og verðskulduðu 2-1 sigur þar sem stjörnuleikmenn landsliðsins lögðu upp fyrir hvorn annan.

Framherjarnir Viktor Gyökeres og Alexander Isak sáu um að búa til og skora mörkin, á meðan David Hancko gerði eina mark gestanna frá Slóvakíu, sem sköpuðu litla hættu í leiknum.

Slóvakía mun spila umspilsleik um sæti í B-deild á meðan Svíar fara beint upp.

Að lokum gerðu Albanía og Tékkland markalaust jafntefli í jafnasta riðli Þjóðadeildarinnar, þar sem þrjú stig skilja liðin fjögur að fyrir lokaumferðina. Tékkar verma toppsætið með 8 stig og eiga heimaleik við Georgíu, sem á 7 stig, eftir þrjá daga.

Albanir eru með 7 stig og taka á móti Úkraínu í lokaumferðinni.

Holland 4 - 0 Ungverjaland
1-0 Wout Weghorst ('9 , víti)
2-0 Cody Gakpo ('45 , víti)
3-0 Denzel Dumfries ('64 )
4-0 Teun Koopmeiners ('86)

Þýskaland 7 - 0 Bosnía
1-0 Jamal Musiala ('2 )
2-0 Tim Kleindienst ('23 )
3-0 Kai Havertz ('37 )
4-0 Florian Wirtz ('50 )
5-0 Florian Wirtz ('57 )
6-0 Leroy Sane ('66 )
7-0 Tim Kleindienst ('79 )

Svíþjóð 2 - 1 Slóvakía
1-0 Viktor Gyokeres ('3 )
1-1 David Hancko ('19 )
2-1 Alexander Isak ('48 )

Albanía 0 - 0 Tékkland
Athugasemdir
banner
banner
banner