Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Wales gerði jafntefli - Úrslitaleikur við Ísland framundan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Fyrri leikjum dagsins er lokið í Þjóðadeildinni þar sem Tyrkland og Wales gerðu markalaust jafntefli í íslenska riðlinum í B-deildinni.

Leikið var í Tyrklandi og var leikurinn algjör einstefna þar sem heimamenn sóttu án afláts, en tókst aldrei að skora.

Tyrkir fengu nokkur góð færi en það besta fengu þeir á 89. mínútu, þegar José Munuera dómari dæmdi vítaspyrnu.

Kerem Akturkoglu, sem er mikilvægur hlekkur í sterku liði Benfica, klúðraði af vítapunktinum og urðu lokatölur 0-0.

Þetta þýðir að Wales mun spila úrslitaleik við Ísland í lokaumferðinni upp á hvor þjóðin hirðir annað sætið. Walesverjum nægir jafntefli þar á meðan Strákarnir okkar þurfa að sigra til að eiga möguleika.

Annað sæti riðilsins gefur þátttökurétt í umspilsleik um sæti í A-deild.

Georgía og Úkraína gerðu þá jafntefli í leik þar sem Georges Mikautadze skoraði eina mark heimamanna.

Georgía er á toppi riðilsins með 7 stig eftir 5 umferðir, aðeins tveimur stigum fyrir ofan botnlið Úrakínu.

Í C-deildinni gerðu Aserbaídsjan og Eistland markalaust jafntefli á meðan Moldóva lagði Andorra að velli í D-deildinni.

Georgia 1 - 1 Ukraine
0-1 Saba Kvirkvelia ('7 , sjálfsmark)
1-1 Georges Mikautadze ('76 )

Turkey 0 - 0 Wales
0-0 Kerem Akturkoglu ('89 , Misnotað víti)

Azerbaijan 0 - 0 Estonia

Andorra 0 - 1 Moldova
0-1 Virgiliu Postolachi ('90 )
Athugasemdir
banner
banner