HK tilkynnti rétt í þessu að Birkir Valur Jónsson væri búinn að yfirgefa herbúðir félagsins en samningur hans er runninn út.
Hægri bakvörðurinn er uppalinn í HK og er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins í efstu deild. Birkir hefur spilað 96 leiki í efstu deild, sex leikjum minna en Arnþór Ari Atlason.
Hægri bakvörðurinn er uppalinn í HK og er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins í efstu deild. Birkir hefur spilað 96 leiki í efstu deild, sex leikjum minna en Arnþór Ari Atlason.
Birkir, sem er 26 ára, hefur sterklega verið orðaður við FH og verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstunni. HK féll úr Bestu deildinni og FH endaði í 6. sæti deildarinnar.
„Birkir Valur Jónsson hefur ákveðið að róa á önnur mið fyrir næsta tímabil. Birkir hóf feril sinn í meistaraflokki HK árið 2015 og hefur síðan leikið með HK alla tíð, fyrir utan hálfs árs dvöl hjá Spartak Trnava. Birkir er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með yfir 250 leiki. Hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins og verið ungum HKingum mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar. Gangi þér vel Birkir og vertu ávallt velkominn aftur," segir í tilkynningu HK.
Athugasemdir