Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 16. nóvember 2024 20:00
Sverrir Örn Einarsson
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Icelandair
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður völlur, en flottur sigur að koma hingað á erfiðan útivöll við erfiðar aðstæður og ná í 2-0 sigur. Það er mjög sterkt hjá okkur.“

Sagði Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Íslands eftir öflugan 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi ytra fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður á lélegum velli en spilaðist leikurinn eins og við mátti búast?

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Já miðað við vallaraðstæður. Fyrstu 20-25 mínúturnar var þetta rosalega mikið í loftinu og mikið af einvígjum. Mér fannst þeir samt f+a alltof mikið af skyndisóknum þar sem þeir komu hratt á okkur eftir að við töpum boltanum illa,“

Kunna myrku hliðar fótboltans vel
Um andstæðinginn Svartfellinga sem beittu öllum brögðum á vellinum nú sem endranær sagði Stefán.

„Þeir eru svona eins og maður býst við frá liði og landi af þessu svæði. Þeir eru erfiðir og gera allt til þess að vinna auðvitað. Mér fannst við standa vel í þeim að mörgu leiti en þeir voru kannski með yfirhöndina í mörgum hlutum lengi.“

Viðmælandi Stefáns í Svartfjallalandi hafði þær upplýsingar að leikmaður Svartfellinga hefði gripið í viðkvæman part af líkama Stefáns.

„Já ég fékk hendi á staðinn, ég skil þetta ekki en það er eins og það er.“

Allt viðtalið við Stefán má sjá hér að ofan og atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner