Erling Haaland er að fá nýjan risasamning hjá Manchester City, West Ham vill fá James McAtee og Aston villa vill fá Diego Llorente. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem er í boði Powerade og tekinn saman af BBC.
Manchester City hefur mikla trú á að Erling Haaland (24) muni skrifa undir nýjan risasamning við félagið sem muni gera hann að launahæsta leikmanni úrvalsdeildarinnar. (Mirror)
West Ham er að skoða möguleikann á að fá James McAtee (22) miðjumann Manchester City þar sem félagið óttast að missa Lucas Paqueta (27) í janúar. (Sun)
Ruud van Nistelrooy er í molum eftir viðskilnaðinn við Man Utd og stefnir að endurkomu í ensku úrvalsdeildina. (Mirror)
Framtíð Rob Edwards stjóra Luton er óljós og fylgist Coventry með stöðu mála. (Sun)
Unai Emery, stjóri Aston Villa, vill stækka hópinn sinn og vill fá Diego Llorente (31) miðvörð Real Betis. (Football Insider)
Aston Villa leiðir baráttuna um Oihan Sancet (24) sem er sóknarsinnaður miðjumaður Athletic Bilbao. Hann er með rifunarverð upp á 80 milljónir evra. (Caught Offside)
Juventus íhugar að fá Joshua Zirkzee (23) framherja Manchester United þar sem framtíð Dusan Vlahovic (24) er óljós. (Calciomercato)
Victor Osimhen (25) er á láni hjá Galatasaray frá Napoli út tímabilið. Hann verður falur fyrir 75 milljónir evra næsta sumar. (Gazzettan)
Jonathan Tah (28) mun ekki framlengja samning sinn við Bayer Leverkusen og er líklegt að miðvörðurinn fari til Bayern Munchen eða Barcelona á frjálsri sölu. (Sky Sports)
Milan Skriniar (29) er opinn fyrir því að snúa aftur til Ítalíu. Hann fær ekki mikið spila fyrir PSG. (Gazzettan)
Tariq Lamptey (24) bakvörður Brighton er að skoða möguleikann á að skipta um félag í janúar. (Mirror)
Bayern Munchen skoðar möguleikann á að fá Jonathan David (24) frá Lille en hann er með lausan samning næsta sumar. Real Madrid er einnig með augastað á framherjanum. (Sky í Þýskalandi)
Liverpool skoðar kantmanninn Rayan Cherki (21) leikmann Lyon sem enska félagið gæti horft í að fylli skarðið sem Mo Salah skilur eftir sig. Lyon er í miklum fjárhagsörðugleikum. (Mail)
Félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á því að fá Martin Dubravka markvörð Newcastle. (Mirror)
Kyle Walker-Peters gæti farið frítt frá Southampton í lok tímabilsins. Félagið vill ekki missa hann í burtu fyrir ekki neitt. (Mirror)
Athugasemdir