„Þetta var svona grind sigur í dag. Völlurinn var ekki sá besti en við náðum að harka inn sigur og sem er bara mikilvægt að fá þennan úrslitaleik á móti Wales." sagði Logi Tómasson eftir frábæran 2-0 sigur Íslands gegn Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni.
„Þessi völlur var bara eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu. Náðum að skora tvö mörk og þetta var bara ógeðslega mikilvægt. Þeir eru seigir, sterkir, beita mikið af háum boltum og hlaupa endalaust þessir gæjar þannig þetta var bara mikilvægt"
„Mennirnir þarna frammi sem eru með þessi gæði þeir kláruðu leikinn fyrir okkur en síðan er allt liðið að vinna fyrir hvorn annan og þetta var svona liðsheildarsigur."
Logi Tómasson fékk gult spjald í leiknum í kvöld og verður því í leikbanni þegar liðið mætir Wales í sannkölluðum úrslita leik um annað sætið í riðlinum. Leikurinn fer fram í Wales og verður spilaður næstkomandi Þriðjudag.
„Það er mjög svekkjandi. Ég var spenntur fyrir Wales leiknum líka þannig leiðinlegt að þegar við erum komnir í úrslitaleikinn að ég spili ekki en svona er fótboltinn. Það kemur einhver annar sem stígur inn fyrir mig."
„Það verður gaman að fylgjast með strákunum og vonandi vinnum við þann leik og þá erum við í geggjuðum málum."