Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 16. nóvember 2024 20:01
Anton Freyr Jónsson
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Icelandair
Luigi
Luigi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var svona grind sigur í dag. Völlurinn var ekki sá besti en við náðum að harka inn sigur og sem er bara mikilvægt að fá þennan úrslitaleik á móti Wales." sagði Logi Tómasson eftir frábæran 2-0 sigur Íslands gegn Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni. 


„Þessi völlur var bara eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu. Náðum að skora tvö mörk og þetta var bara ógeðslega mikilvægt. Þeir eru seigir, sterkir, beita mikið af háum boltum og hlaupa endalaust þessir gæjar þannig þetta var bara mikilvægt"

„Mennirnir þarna frammi sem eru með þessi gæði þeir kláruðu leikinn fyrir okkur en síðan er allt liðið að vinna fyrir hvorn annan og þetta var svona liðsheildarsigur."

Logi Tómasson fékk gult spjald í leiknum í kvöld og verður því í leikbanni þegar liðið mætir Wales í sannkölluðum úrslita leik um annað sætið í riðlinum. Leikurinn fer fram í Wales og verður spilaður næstkomandi Þriðjudag.

„Það er mjög svekkjandi. Ég var spenntur fyrir Wales leiknum líka þannig leiðinlegt að þegar við erum komnir í úrslitaleikinn að ég spili ekki en svona er fótboltinn. Það kemur einhver annar sem stígur inn fyrir mig."

„Það verður gaman að fylgjast með strákunum og vonandi vinnum við þann leik og þá erum við í geggjuðum málum."


Athugasemdir
banner
banner
banner