Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís með glæsilegt skallamark í stórsigri
Glódís
Glódís
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur.
Hildur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern München vann í dag 5-0 heimasigur á Jena í þýsku Bundesliga. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern.

Hún skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu þegar hún stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Gerorgiu Stanway. Glæsilegt skallamark, annað mark Glódísar á tímabilinu en fyrsta markið kom gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

Bayern bætti við einu marki fyrir leikhléi og á lokakaflanum skoraði liðið þrjú mörk og vann að lokum öruggan 5-0 sigur. Lea Schuller skoraði tvö og þær Klara Buhl og Jovana Damnjanovic skoruðu sitt markið hvor. Þýsku meistararnir í Bayern eru í 3. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Frankfurt og tveimur stigum á eftir Wolfsburg eftir tíu umferðir.

Í gærkvöldi vann Madrid CFF, með Hildi Antonsdóttur innanborðs, 2-1 heimasigur á Eibar í spænsku úrvalsdeildinni. Hildur átti góðan leik inn á miðsvæðinu, lék allan leikinn og hjálpaði Madrid að vinna sinn annan leik í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu umferðir.

Í Belgíu var Lára Kristín Pedersen í byrjunarliði Club YLA, kvennaliðs Club Brugge, þegar liðið vann 4-3 heimasigur á Standard. Lára lék allan leikinn og er Club YLA í sjötta sæti deildarinnar eftir tíu leiki, þrettán stigum á eftir toppliðinu OH Leuven sem er með Diljá Ýr Zomers innanborðs.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner