England vann 3-0 sigur gegn Grikkjum í Aþenu á fimmtudag og með sigri gegn Írlandi í dag tryggja Englendingar sér sæti í A-deild næstu Þjóðadeildar.
„Varðandi mína framtíð þá er í forgangi að sjá til þess að við klárum verkið," sagði Lee Carsley sem er bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins. Leikurinn er hans síðasti því Thomas Tuchel tekur við um áramótin.
„Varðandi mína framtíð þá er í forgangi að sjá til þess að við klárum verkið," sagði Lee Carsley sem er bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins. Leikurinn er hans síðasti því Thomas Tuchel tekur við um áramótin.
Ezri Konsa verður ekki með Englendingum í leiknum því hann meiddist á mjöðm gegn Grikkjum og er farinn heim til Aston Villa í meðhöndlun.
Leikur Englands og Írlands fer fram á Wembley í dag og hefst klukkan 17:00.
Athugasemdir