Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vitandi af umræðunni fannst mér hann stíga vel upp"
Icelandair
Hákon Rafn með flotta vörslu í gær.
Hákon Rafn með flotta vörslu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ánægja í leikslok.
Ánægja í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson stóð sig vel í marki íslenska liðsins gegn Svartfellingum í gær. Íslenska liðið hélt hreinu og Hákon gerði það sem hann átti að gera, varði öll þau skot sem hann þurfti að verja.

Hann fékk talsverða gagnrýni fyrir leikinn gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli fyrir um mánuði síðan. Það var síðasti leikurinn sem hann hafði spilað fyrir leikinn í gær. Í upphafi tímabils hafði hann spilað í deildabikarnum með liði sínu Brentford en fékk ekki að spila í síðustu umferð. Einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort Elías Rafn Ólafsson væri farinn að banka fast á dyrnar að taka stöðu Hákonar í markinu.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum leikinn, tjáði sig um Hákon eftir leikinn.

„Hákon hefur ekki verið að spila mikið, verið aðeins í umræðunni. Mér fannst algjör óþarfi hjá Åge að tala um fáar mínútur hjá Hákoni í aðdraganda síðasta verkefnis. Hann átti erfiðan leik gegn Tyrkjum en mér fannst hann flottur í dag. Hann var búinn að fá þessa leiki í deildabikarnum með Brentford en fékk það ekki síðast. Síðasti leikurinn hans var bara með landsliðinu gegn Tyrkjum. Vitandi af umræðunni fannst mér hann stíga vel upp," sagði Albert.

Ísland er á leið í leik gegn Wales á þriðjudag. Með sigri þar fer Ísland í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í mars. Ef Ísland vinnur ekki þá fer Ísland í umspil um að halda sæti sínu í B-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner