Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: Rabiot skaut Frökkum á toppinn - Belgía í umspil
Mynd: EPA

Frakkland tók toppsætið í 2. riðli af Ítalíu í A-deild Þjóðadeildarinnar í lokaumferðinni í kvöld.


Adrien Rabiot kom Frökkum yfir strax á 2. mínútu og Frakkar náðu tveggja marka forystu eftir rúmlega hálftíma leik.

Lucas Digne tók aukaspyrnu en boltinn fór í slá og fór af Gugliermo Vicario og í netið.

Andrea Cambiaso tókst að minnka muninn stuttu síðar en Rabiot innsiglaði sigur Frakka með skallamarki í seinni hálfleik.

Frakkar enda því á toppi riðilsins en Ítalía í öðru sæti. Bæði lið fara í úrslitakeppnina. Belgía spilar umspilsleik við lið í B deildinni um sæti í A-deild. Ísrael fellur í B-deild en Ísrael hefði þurft að vinna Belgíu með þriggja marka mun til að komast í umspilið.

Ísrael 1 - 0 Belgía
1-0 Yarden Shua ('86 )

Ítalía 1 - 3 Frakkland
0-1 Adrien Rabiot ('2 )
0-2 Guglielmo Vicario ('33 , sjálfsmark)
1-2 Andrea Cambiaso ('35 )
1-3 Adrien Rabiot ('65 )


Athugasemdir
banner
banner
banner