Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 14:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mun slá markametið, það er alveg pottþétt"
Icelandair
Fimmta landsliðsmarkið.
Fimmta landsliðsmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann mjög sáttur með Orra eftir að framherjinn kom íslenska liðinu yfir í gær.
Ísak Bergmann mjög sáttur með Orra eftir að framherjinn kom íslenska liðinu yfir í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson skoraði í gær sitt fimmta landsliðsmark þegar hann kom Íslandi yfir með skoti úr teig Svartfellinga.

Orri fékk boltann eftir skalla frá Mikael Agli Ellertssyni og kom boltanum í netið.

Leikurinn í gær var þrettándi leikur Orra með landsliðinu. Orri er tvítugur framherji sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir fjórtán mánuðum síðan.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

Hann er með mikið markanef og var búinn að skora fimm mörk í sex fyrstu deildarleikjum FCK á tímabilinu þegar Real Sociedad keypti hann í haust.

Rætt var um Orra Stein í umfjöllun Stöð 2 Sport um leikinn.

„Framtíðin er heldur betur björt. Þetta er leikmaður sem mun slá markametið hjá íslenska landsliðinu, það er alveg pottþétt. Hann er tvítugur og er búinn að skora þessi fimm mörk í þrettán leikjum. Hann verður í landsliðinu næstu fimmtán árin."

„Hann hefur þetta allt. Það var nokkrum sinnum í kvöld, í erfiðum aðstæðum, þar sem hann var samt sem áður að ná góðum snertingum, var vel staðsettur. Þetta er okkar framtíðarleikmaður, lykilmaður í leiknum á þriðjudaginn,"
sagði Albert Brynjar Ingason. Á þriðjudag er leikur gegn Wales. Sigrist sá leikur fer Ísland í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Orri er leikmaðurinn sem gerði gæfumuninn. Þetta var basl hjá báðum liðum. Að vera með svona leikmann skiptir öllu. Orri er stöðugt að koma manni á óvart, það sem hann er að gera á vellinum og færin sem hann er að klára, það er frábært. " sagði Lárus Orri Sigurðsson.

Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 27 mörk skoruð.
Athugasemdir
banner
banner
banner