Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   sun 17. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - England þarf sigur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fara átta leikir fram í Þjóðadeildinni í dag og í kvöld, þar sem fjörið byrjar í C-deildinni og endar í A-deild. Lokaumferð riðlakeppninnar byrjar í dag.

Í efstu deildinni eru tveir leikir á dagskrá, þar sem Frakkland þarf að sigra Ítalíu á útivelli með tveggja marka mun eða meira til að taka toppsætið af nágrönnum sínum.

Ítalir eru með þriggja stiga forystu í toppbaráttunni eftir frábæran 1-3 sigur á útivelli í fyrstu umferð. Á sama tíma spilar Ísrael við Belgíu í botnslagnum og er sama uppi á teningnum þar.

Ísraelar þurfa þriggja marka sigur til að bjarga sér frá falli úr efstu deild en eins og staðan er núna er Belgía á leið í umspilsleik.

Í B-deildinni þurfa Englendingar sigur gegn nágrönnum sínum frá Írlandi til að tryggja toppsæti síns riðils, sem veitir þátttökurétt í A-deildina næst.

Írar, sem leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, eru eingöngu að spila upp á stoltið.

Slóvenar eiga þá möguleika á að taka annað sætið í sínum riðli en þeir þurfa sigur í Austurríki og að treysta á að Noregur tapi ekki heimaleik gegn Kasakstan.

Norðmönnum nægir jafntefli til að tryggja sér eitt af tveimur efstu sætum riðilsins.

Að lokum geta Færeyingar tryggt sér annað sætið í C-deild með sigri á útivelli gegn Norður-Makedóníu, sem er löngu búin að vinna riðilinn.

Lettar og Armenar eigast svo við í áhugaverðum botnslag þar sem tapliðið mun falla niður um deild á meðan sigurliðið getur átt möguleika á að komast upp.

Þjóðadeildin A
19:45 Ísrael - Belgía
19:45 Ítalía - Frakkland

Þjóðadeildin B
17:00 England - Írland
17:00 Finnland - Grikkland
17:00 Austurríki - Slóvenía
17:00 Noregur - Kasakstan

Þjóðadeildin C
14:00 Lettland - Armenia
14:00 Norður Makedónía - Færeyjar
Athugasemdir
banner
banner